Um okkur – yama

Hver erum við

Sagan okkar

Mig dreymdi alltaf um að útfæra eigin hugmyndir um stað þar sem fólki liði vel, litlir hópar tengdust innbyrðis á skemmtilegum æfingum sem sameina lyftingar, þolæfingar, teygjur og öndun með styrk, liðleika og úthald að markmiði. Það sem átti að vera tímabundin lausn fyrir ákveðið verkefni, eiginlega bara tilraun í bílskúr í Breiðholtinu, er nú orðið að Yama Heilsurækt.

Kerfið sem litlu persónulegu hóparnir mínir fara eftir byggir á nýrri nálgun og hefur þegar skilað fjölda þátttakenda framúrskarandi árangri. Lykilinn segja þau að sé fjölbreytnin og andinn sem skapast í hópi þar sem alla hlakkar til næstu æfingar og fara endurnærðir heim. Það er ekkert jafn gefandi og að fá að samgleðjast með fólki sem nær sínum markmiðum um betri líðan.

Áratuga reynsla mín af hverskonar þjálfun og yogakennslu er undirstaðan. Draumurinn er vegvísirinn. Yama Heilsurækt er afraksturinn.

Fólkið okkar

Stöðin okkar

© 2019 Allur réttur áskilinn Yama Heilsurækt