Persónuleg Þjálfun form – yama

Námskeið í boði

4  vikna Nýtt Líf námskeið með Gurrý


Þetta námskeið hentar þér ef þú vilt taka af skarið og byrja æfa með miklu aðhaldi og stuðningi frá Gurrý. Daglegur fróðleikur sem á að vera hvetjandi en líka að minna þig á hverjum degi að þú ert í heilsusamlegum hugleiðingum og þá er ekkert betra en að lesa smá fróðleik um svefn, hreyfingu, andlega heilsu og auðvitað mataræðið.

Þú færð líka fund einu sinni í viku 10-15 með Gurrý þar sem hún skoðar matardagbækur og annað sem þarf að ræða( mælingar fyrir þá sem vilja)

Þessi hópur æfir á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum kl 7:30 og kl 16:30 á föstudögum.  


Aðrir byrjendahópar eru líka í boði en það er þá helst kl 16:30 alla virka daga með mismunandi þjálfurum. Þessir tíma henta vel ef þú ert eingöngu að hugsa um að koma hreyfingunni inn en þarft ekki aðstoð við mataræðið eða aðhaldið til að halda áfram að mæta. 

Komdu í heimsókn

Bókaðu fund með hjá okkur við ræðum málin,sýnum þér stöðina og möguleikana sem við höfum til þess að hjálpa þér að vera í þínu besta formi. 

Yama panta fund.© 2019 Allur réttur áskilinn Yama Heilsurækt