Persónuleg Þjálfun form – yama

Persónuleg hópþjálfun

Þjálfunin sjálf

Til þess að þjálfunin skili þér sem mestum árangri, æfir þú í  hópi einstaklinga með sömu eða svipaðar þarfir og þú. Æfingarnar eru hvetjandi,öruggar, árangursríkar og félagskapurinn góður. Æfingakerfið okkar er einfaldlega frábært en við höfum mikin metnað í því að allir geti verið með og að æfingarnar séu skilvirkar og kerfið okkar er ekki hannað tíma fyrir tíma heldur tímabil fyrir tímabil og allar æfingar hafa sinn tilgang.

Alla æfingarnar okkar innihalda styrktarþjálfun með lóðum, líkamsþyngd, TRX böndum og teygjum. Við þjálfum líka úthaldið með stuttum lotum á tækjum einsog hjólum, róðravélum og skíðavélum.

Hvort sem þú vilt hópþjálfun eða einkaþjálfun með stöðina alveg útaf fyrir þig eða hjálp við mataræðið þá getum við fundið þína bestu leið.

Komdu í heimsókn

Bókaðu fund með hjá okkur við ræðum málin,sýnum þér stöðina og möguleikana sem við höfum til þess að hjálpa þér að vera í þínu besta formi. 

Yama panta fund.

 

Tímasetningar á hópum

Hóparnir okkar byrja kl 6 á morgnana og eru fram á kvöld þannig þú getur fundið tímasetningu sem hentar þér best.

Við skráum fólk og tökum frá pláss í ákveðnum hóp/timasetningum en það er velkomið að nýta aðra tíma líka ef þannig stendur á.

Sumir vilja flakka á milli hópa vegna vaktavinnu og þá er það auðvitað velkomið.

 

Byrjendur geta komið beint í hóp eða tekið 1-3 einkatíma áður ef það hentar.

Tímar fyrir fólk sem er á besta aldri en við miðum við 55 ára og eldri eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 9. Þessi hópur fær sömu æfingar en rólegra andrúmsloft og tónlistin lægra spiluð en í öðrum tímum.

 

 

© 2019 Allur réttur áskilinn Yama Heilsurækt