Næringaþjálfun – yama



Sigrumst á sykrinum
Síðasta námskeið ársins 18.október

Gurrý og Inga næringarþerapisti með námskeiðið Sigrumst á sykrinum.

Námskeiðið er 4 vikur og fer fram í lokuðum Facebook hópi ásamt vikulegum Zoom fyrirlestri sem er bæði í beinni og tekin upp, þannig hægt er að horfa aftur eða einfaldlega þegar þér hentar. Daglegur fróðleikur og verkefni frá Gurrý og Ingu halda þér við efnið allan tímann. Sigrumst á sykrinum hefur  slegið í gegn, enda fróðlegt skemmtilegt og hvetjandi námskeið og leiðbeinendur.

 

Sigrumst á sykrinum

Við hjálpum þér að losna við sykurlöngun fyrir fullt og allt.

Farið er yfir blóðsykurstjórnun og kenndar leiðir sem eru einfaldar en um leið mjög árangursríkar.

Þú lærir:

  • Hvernig er hægt að setja saman máltíðir á einfaldan en ákveðinn hátt, þannig að blóðsykurinn haldist jafn og sykurlöngun fari ekki úr böndunum.
  • Við kynnum fyrir þér nýyrðið kolvetnakápa sem er lykilinn að betri blóðsykurstjórnun.
  • Hvernig er hægt að vinna gegn streitu og álagi og ná betri svefni, þannig að líkaminn kalli ekki á sykur í stress og þreytukasti.
  • Hvernig er hægt að koma lagi á þarmaflóruna því hún hefur mikil áhrif á sykurlöngun ef hún er ekki í lagi.

Næsta námskeið hefst 17.október.

Fyrirlestrar eru kl 19 á mánudögum og fara fram á Zoom en þeir eru einnig teknir upp þannig þú getur hlustað þegar þér hentar.

Þú getur sigrast á sykrinum og við viljum hjálpa þér án þess að flækja hlutina og með því að fræða þig um hvað er að gerast í líkamanum þínum. Því meira sem þú veist og skilur,  því auðveldara er að framkvæma því þú lærir og skilur af hverju þetta er mikilvægt og munt þekkja þig betur og þau merki sem líkaminn er að senda þér.

© 2019 Allur réttur áskilinn Yama Heilsurækt