Nýtt líf – yama

Nýtt líf

Nýtt líf með Yama

Við vitum að það er oft erfitt að gera hreyfingu að lífstíl, mæta aftur og aftur án þess að gefast upp. Þess vegna endurvekjum við hópana Nýtt líf. Gurrý hefur umsjón með hópnum ásamt Dagbjörtu Pálsdóttir sem hefur sjálf misst 60kg og veit hvernig það er að byrja, halda út og stundum að vera nálægt því að gefast upp. Daníel Fjeldsted þjálfar hópana með Gurrý en hann þykir einstaklega vandaður þjálfari með góða nærveru og þjálfaði Nýtt Líf með Gurrý um árabil. 

Þú færð ekki betri hóp til að hjálpa þér af stað, halda þér við efnið og með þinni hjálp þá gætir þú verið að hefja ferðalag sem mun ekki taka enda heldur verða partur af þínu lífi.

Fyrirkomulag

Þú æfir þrisvar í viku með þínum hóp. Að auki færðu verkefni til að gera heima með Yama appinu.

Viðtal og mælingar einu sinni í viku, alltaf á föstudögum því við vitum að helgarnar geta verið erfiðar. 

Æfingarnar  verða aðlagaðar að hverjum og einum og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að vera ekki í neinu formi þetta námskeið er þá einmitt fyrir þig.

Hóparnir fara af stað 8.febrúar og verða saman til 1.maí. Hámark 14 manns í hverjum hóp.

Yama er í Ármúla 40 og er einkastöð sem þýðir að það er engin annar í stöðinni nema hópurinn þinn.

Við vitum hvað þarf til að halda sér við efnið en það er stuðningur, fræðsla og að æfingarnar séu skemmtilegar og hópurinn þinn verður þinn helsti stuðningsaðili. 

Nánari upplýsingar hjá Gurrý í síma 8334400 eða á gurry@yama.is

Hópur 1

mánudaga,miðvikudaga og föstudaga kl 16:30

Hópur 2

mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl 18:30

4 vikur kosta 35þús með öllu. 

Tímabil 8.febrúar – 1.maí eða 12 vikur. 

Nánari upplýsingar hjá Gurrý í síma 8334400 eða á gurry@yama.is

© 2019 Allur réttur áskilinn Yama Heilsurækt