Terms and Conditions – yama

Skilmálar
Yama heilsuræktar

Áskrift að Yama heilsurækt

Með því að kaupa áskrift að persónulegri þjálfun gerir viðskiptavinur sér grein fyrir að greiðslurnar eru í áskriftarformi sem er greitt á dagsetningu sem viðskiptavinur kaupir sig inn í persónulega þjálfun. Ef viðskiptavinur hefur ekki skráð sig í áskrift og greitt fyrstu greiðslu fyrir fyrsta tíma er Yama heilsurækt heimild að vísa viðskiptavini frá og selja plássið hans til annars viðskiptavinar.  Það er á ábyrgð viðskiptavinar að segja upp áskriftinni hafi hann hug á því að hætta í persónulegri þjálfun hjá Yama heilsurækt (sjá kafla uppsögn)

Kaup á námskeiðum

Með því að kaupa námskeið sem ekki eru í áskriftarformi fær viðskiptavinur aðgang að viðkomandi námskeiði. Greiðsla þarf að fara fram áður en námskeiðið hefst og fer greiðslan fram í gegnum vefsíðuna yama.is. Eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd ber viðskiptavini að mæta í tímana, en ekki er endurgreitt ef viðkomandi mætir ekki þar sem gert er ráð fyrir honum í tímum þó svo hann mæti ekki. 

Trúnaður og persónuupplýsingar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði, um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Viðskiptavinur gefur yama heilsurækt leyfir til að vinna með persónugögn viðskiptavinar til að bjóða upp á persónulegri þjónustu. 

Greiðslur

Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu, fer í gegnum vottaða greiðslusíðu DalPay (www.dalpay.is ) í gegnum svokallað vefform á yama.is síðunni. Greiðslusíðan er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir yama.is og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746

Seljandi geymir þannig engar kreditkortaupplýsingar frá kaupanda.

Endurgreiðslur

Námskeiðs og áskriftargjöld eru ekki endurgreidd jafnvel þó viðskiptavinur mæti aldrei.

 

Æfingar 

Viðskiptavinur æfir á eigin ábyrgð og er skylt að ráðfara sig við lækni ef þekkt veikindi eða meiðsli eru til staðar. Ef upp koma veikindi eða meiðsli er viðskiptavin einnig skylt að ráðfæra sig við lækni.  Seljandi er ekki bótaskyldur á neinn hátt komi til meiðsla, annara veikinda eða andláts.

Uppsögn

Uppsögn áskriftar tekur gildi í lok tímabilsins sem greitt hefur verið fyrir, eftir að uppsögnin hefur verið kláruð á ‚Mínar upplýsingar. Kjósi viðskiptavinur að segja upp áskrift sinni þarf það að gerast fyrir rukkun næsta tímabils, sem er sami mánaðardagur og viðskiptavinur hóf áskrift.

Sé uppsögn ekki kláruð innan ofangreindra tímamarka ber viðskiptavini einnig að greiða áskriftina fyrir næsta mánuð, óháð mætingu.

 

Hvernig segi ég upp?

Til að segja upp ferðu í “Innskráning” á yama.is og skráir þig inn með notendanafni (oftast netfang) og lykilorði sem þú valdir í kaupferlinu. Þú smellir síðan á “Mínar upplýsingar” þar sértu upplýsingar um þínar áskriftir. Í þínum upplýsingum getur þú sagt upp áskriftinni með því að velja “segja upp áskrift”. Þegar þú hefur valið að segja þig úr áskrift færðu staðfestingu þess efnis á síðuna. Það er á ábyrgð notanda/áskrifanda að fylgjast með staðfestingunni, ef engin staðfesting kemur á skjá þá er ekki búið að segja upp áskrift og þarf að endurtaka uppsögn.

Eingöngu er hægt að segja upp áskrift með þessum hætti þ.e. rafrænt á þínu svæði inná vef yama.is. Ekki er tekið við tölvupóstum eða munnlegum uppsögnum. 

 

 

Yama heilsurækt ber ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir noti þjónustuna sem þeir hafa greitt fyrir. Ef að viðskiptavinur mætir ekki er samt sem áður búið að taka frá pláss fyrir hann sem þarf að greiða fyrir.

© 2019 Allur réttur áskilinn Yama Heilsurækt