Terms and Conditions – yama

Skilmálar
Yama heilsuræktar

Almennt
Allar upplýsingar á vefsvæðinu www.yama.is, þar með talið verð, lýsing á þjónustu osfrv eru birtar með fyrirvara um villur. Við áskiljum okkur rétt á að hætta við auglýsta æfingatíma ef næg þátttaka næst ekki, breyta dagskrá og fella niður tíma út af ytri aðstæðum. YAMA heilsurækt og vefsvæðið www.yama.is er rekið af YAMA heilsurækt ehf, kt. 5105100110, Grjótaseli 5, 109 Reykjavík.

Áskrift að Yama heilsurækt

Með því að kaupa áskrift að persónulegri þjálfun gerir viðskiptavinur sér grein fyrir að greiðslurnar eru í áskriftarformi sem er greitt á dagsetningu sem viðskiptavinur kaupir sig inn í persónulega þjálfun. Ef viðskiptavinur hefur ekki skráð sig í áskrift og greitt fyrstu greiðslu fyrir fyrsta tíma er Yama heilsurækt heimild að vísa viðskiptavini frá og úthluta plássi hans til annars viðskiptavinar.  Það er á ábyrgð viðskiptavinar að segja upp áskriftinni hafi hann hug á því að hætta í persónulegri þjálfun hjá Yama heilsurækt (sjá kafla uppsögn).

Kaup á námskeiðum

Með því að kaupa námskeið sem ekki eru í áskriftarformi fær viðskiptavinur aðgang að viðkomandi námskeiði. Greiðsla þarf að fara fram áður en námskeiðið hefst og fer greiðslan fram í gegnum vefsíðuna yama.is. Eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd ber viðskiptavini að mæta í tímana, en ekki er endurgreitt ef viðkomandi mætir ekki þar sem gert er ráð fyrir honum í tímum þó svo hann mæti ekki. 

Trúnaður og persónuupplýsingar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði, um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Viðskiptavinur gefur yama heilsurækt leyfir til að vinna með persónugögn viðskiptavinar til að bjóða upp á persónulegri þjónustu. Sendingar úr umsjónarkerfi til notenda, tilboð til viðskiptavina og önnur samskipti kunna að byggja að hluta eða fullu á persónuupplýsingum á borð við búsetu, aldur, viðskiptasögu eða önnur eigindi sem lýsa notendum. Er það gert til að sérsníða skilaboð til notenda. Þessar upplýsingar eru ekki aðgengilegar eða á neinum forsendum afhentar þriðja aðila. Móttakandi sérsniðinna skilaboða getur alltaf óskað eftir því að fá ekki slík skilaboð.

Greiðslur

Greiðslur í gegnum vefsvæði yama.is fara um örugg kerfi Borgunar (www.borgun.is). Til að tryggja öryggi upplýsinga sem send eru á milli eru þau dulkóðuð. Færslur Skuldfærslur eru í nafni Yama heilsuræktar með tilvísun í þá þjónustu sem grreitt er fyrir. Hægt er að greiða með öllum helstu tegundum kreditkorta og debitkorta með 16 stafa kortaraðnúmeri og CVC öryggisnúmeri.

Yama heilsurækt geymir engar kreditkortaupplýsingar kaupanda.

Endurgreiðslur

Námskeiðs og áskriftargjöld eru ekki endurgreidd, jafnvel þó viðskiptavinur mæti aldrei.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru án virðisaukaskatts en teljast endanleg verð þar sem eðli vöru YAMA heilsuræktar, ehf./www.yama.is fellur undir skilgreiningu um líkamsrækt sem samkvæmt lögum er undanþegin virðisaukaskatti. Reikningar vegna kaupa á þjónustunni eru því gefnir út án virðisaukaskatts.

Sendingarkostnaður/afhendingarkostnaður
Ekki er greitt sérstaklega fyrir afhendingu vörunnar.

Æfingar 

Viðskiptavinur æfir á eigin ábyrgð og er skylt að ráðfara sig við lækni ef þekkt veikindi eða meiðsli eru til staðar. Ef upp koma veikindi eða meiðsli er viðskiptavin einnig skylt að ráðfæra sig við lækni.  Seljandi er ekki bótaskyldur á neinn hátt komi til meiðsla, annara veikinda eða andláts.

Uppsögn

Uppsögn áskriftar tekur gildi í lok tímabilsins sem greitt hefur verið fyrir, eftir að uppsögnin hefur verið kláruð á ‚Mínar upplýsingar”. Kjósi viðskiptavinur að segja upp áskrift sinni þarf það að gerast áður en skuldfærsla næsta tímabils á sér stað. Endurteknar skuldfærslur eru framkvæmdar á sama degi hvers mánaðar og viðskiptavinur hóf áskrift. Sem dæmi, kort viðskiptavinar sem keypti sér aðgang að Yama heilsurækt fimmta dag aprílmánaðar er skuldfært næst fimmta mai, fimmta júni, osfrv.

Sé uppsögn ekki kláruð innan ofangreindra tímamarka ber viðskiptavini einnig að greiða áskriftina fyrir næsta mánuð, óháð mætingu.

Hvernig segi ég upp?

Til að segja upp ferðu í “Innskráning” á yama.is og skráir þig inn með notendanafni (oftast netfang) og lykilorði sem þú valdir í kaupferlinu. Þú smellir síðan á “Mínar upplýsingar” þar sérðu upplýsingar um virkar áskriftir á þínu nafni. Í þínum upplýsingum getur þú sagt upp áskriftinni með því að velja “segja upp áskrift”. Þegar þú hefur valið að segja þig úr áskrift færðu staðfestingu þess efnis á síðuna. Það er á ábyrgð notanda/áskrifanda að fylgjast með staðfestingunni, ef engin staðfesting kemur á skjá þá er ekki búið að segja upp áskrift og þarf að endurtaka uppsögn.

Eingöngu er hægt að segja upp áskrift með þessum hætti þ.e. rafrænt á þínu svæði inná vef yama.is. Ekki er tekið við tölvupóstum eða munnlegum uppsögnum. 

Ábyrgð viðskiptavina

Yama heilsurækt ber ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir noti þjónustuna sem þeir hafa greitt fyrir. Ef að viðskiptavinur mætir ekki er samt sem áður búið að taka frá pláss fyrir hann sem þarf að greiða fyrir.

Varnarþing
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

© 2019 Allur réttur áskilinn Yama Heilsurækt