Terms and Conditions – yama

Skilmálar
Yama heilsuræktar

Almennt
YAMA heilsurækt og vefsvæðið www.yama.is er rekið af YAMA heilsurækt ehf, kt.
510510-0110, Ármúla 40, 108 Reykjavík.

Allar
upplýsingar á vefsvæðinu www.yama.is, þar með talið verð, lýsing á þjónustu o.s.frv
eru birtar með fyrirvara um villur. Við áskiljum okkur rétt á að hætta við
auglýsta æfingatíma ef næg þátttaka næst ekki, breyta dagskrá og fella niður
tíma út af ytri aðstæðum án fyrirvara.

Áskrift
að Yama heilsurækt

Með
því að kaupa áskrift að persónulegri þjálfun gerir viðskiptavinur sér grein
fyrir að greiðslurnar eru í áskriftarformi sem er greitt á dagsetningu sem
viðskiptavinur kaupir sig inn í persónulega þjálfun. Ef viðskiptavinur hefur
ekki skráð sig í áskrift og greitt fyrstu greiðslu fyrir fyrsta tíma er Yama
heilsurækt heimilt að vísa viðskiptavini frá og úthluta plássi hans til annars
viðskiptavinar.  Það er á ábyrgð viðskiptavinar að segja upp áskriftinni
hafi hann hug á því að hætta í persónulegri þjálfun hjá Yama heilsurækt (sjá
kafla uppsögn).

[Við gerð samnings um áskrift er þátttakandi
skuldbundinn til að greiða áskriftargjald í 1 mánuð frá gerð samnings. Áskrift
er ótímabundin og lýkur í lok þess tímabils sem henni er sagt upp eftir að
binditíma lýkur. Yama heilsurækt er ekki skyldugt til að endurgreiða áskrift
eftir að búið er að greiða. Ekki er leyfilegt að færa áskrift yfir á annan
einstakling en þann sem skráður er. Hámarksfjöldi er á æfingum Yama
heilsuræktar. Yama heilsurækt er ekki skuldbundin til að endurgreiða
áskriftargjald þó að einstakar æfingar séu fullbókaðar.]

 

Kaup
á námskeiðum

Með
því að kaupa námskeið sem ekki eru í áskriftarformi fær viðskiptavinur aðgang
að viðkomandi námskeiði. Greiðsla þarf að fara fram áður en námskeiðið hefst. Eftir
að greiðsla hefur verið framkvæmd ber viðskiptavini að mæta í tímana, en ekki
er endurgreitt ef viðkomandi mætir ekki þar sem gert er ráð fyrir honum í tímum
þó svo hann mæti ekki. 

Trúnaður
og persónuupplýsingar

Seljandi
heitir kaupanda fullum trúnaði, um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp
í tengslum við viðskiptin. Viðskiptavinur gefur Yama heilsurækt leyfi til að
vinna með persónugögn viðskiptavinar til að bjóða upp á persónulegri þjónustu.
Sendingar úr umsjónarkerfi til notenda, tilboð til viðskiptavina og önnur
samskipti kunna að byggja að hluta eða fullu á persónuupplýsingum á borð við
búsetu, aldur, viðskiptasögu eða önnur eigindi sem lýsa notendum. Er það gert
til að sérsníða skilaboð til notenda. Þessar upplýsingar eru ekki aðgengilegar
eða á neinum forsendum afhentar þriðja aðila. Móttakandi sérsniðinna skilaboða
getur alltaf óskað eftir því að fá ekki slík skilaboð.

Nánari
upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga er að finna í persónuverndaryfirlýsingu
Yama heilsuræktar, sjá hér.

Greiðslur

Greiðslur
í gegnum vefsvæði yama.is fara um örugg kerfi Borgunar (www.borgun.is). Til að
tryggja öryggi upplýsinga sem send eru á milli eru þau dulkóðuð.  Skuldfærslur eru í nafni Yama heilsuræktar með
tilvísun í þá þjónustu sem greitt er fyrir. Hægt er að greiða með öllum helstu
tegundum kreditkorta og debetkorta með 16 stafa kortaraðnúmeri og CVC
öryggisnúmeri.

Aðrar
greiðslur fara fram með greiðsluseðli hver mánaðarmót.

Yama
heilsurækt geymir engar kreditkortaupplýsingar kaupanda.

Endurgreiðslur

Námskeiðs
og áskriftargjöld eru ekki endurgreidd, jafnvel þó viðskiptavinur mæti aldrei.

Skattar
og gjöld

Öll verð í netversluninni eru án virðisaukaskatts en teljast endanleg verð þar
sem eðli vöru YAMA heilsuræktar, ehf./www.yama.is fellur undir skilgreiningu um
líkamsrækt sem samkvæmt lögum er undanþegin virðisaukaskatti. Reikningar vegna
kaupa á þjónustunni eru því gefnir út án virðisaukaskatts.

Sendingarkostnaður/afhendingarkostnaður
Ekki er greitt sérstaklega fyrir afhendingu vörunnar.

Æfingar 

Viðskiptavinur
æfir á eigin ábyrgð og er skylt að ráðfara sig við lækni ef þekkt veikindi eða
meiðsli eru til staðar. Ef upp koma veikindi eða meiðsli er viðskiptavin einnig
skylt að ráðfæra sig við lækni.  Seljandi er ekki bótaskyldur á neinn hátt
komi til meiðsla, annara veikinda eða andláts.

Uppsögn

Uppsögn
Segja þarf upp skrifalega fyrir 15.hvers mánaðar og ef uppsögn berst eftir þann tíma er innheimt

1.næsta mánaðar. 


uppsögn ekki kláruð innan ofangreindra tímamarka ber viðskiptavini einnig að
greiða áskriftina fyrir næsta mánuð, óháð mætingu.

Hvernig
segi ég upp
?

Til
að segja upp sendir þú tölvupóst á gurry@gurry.is eða skriflega í Ármúla 40 hjá Yama. 

 Ekki er tekið við munnlegum uppsögnum eða á samfélagsmiðlum.  

Ábyrgð viðskiptavina

Yama
heilsurækt ber ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir noti þjónustuna sem þeir
hafa greitt fyrir. Ef að viðskiptavinur mætir ekki er samt sem áður búið að
taka frá pláss fyrir hann sem þarf að greiða fyrir.

Varnarþing
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það
rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um
neytendasamninga nr. 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir
frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á
sér stað.
Komi
upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Yama heilsurækt á
grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til
meðferðar hjá íslenskum dómstólum.


PERSÓNUVERNDARYFIRLÝSING Yama heilsuræktar ehf.

Með
persónuverndaryfirlýsingu þessari er skýrt hvernig Yama heilsurækt fer með
persónuupplýsingar meðlima og viðskiptavina sinna.

Almennt

Yama heilsurækt er umhugað um friðhelgi einkalífs
og kappkostar að vernda persónuupplýsingar þínar. Í þessari
persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig við umgöngumst þær
persónuupplýsingar sem við geymum um þig og hvaða réttindi þú átt varðandi
upplýsingarnar.

Hvaða upplýsingum söfnum við?

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um
einstakling sem gera mögulegt að persónugreina hann, beint eða óbeint. Við
söfnum einkum eftirfarandi persónuupplýsingum um þig:

·        
Tengiliðaupplýsingar, s.s. nafn, kennitölu, heimilisfang, tölvupóstfang og
símanúmer.

·        
Greiðsluupplýsingar, s.s. upplýsingar um greiðslur og aðrar bókhaldslegar
upplýsingar. Yama heilsurækt geymir í engum tilvikum upplýsingar um greiðslukortanúmer
viðskipta.

·        
[Tæknileg gögn, t.d.
IP-tölur og önnur gögn tengd notkun þinni á vefsíðu okkar.]

·        
[ANNAÐ? (t.d. gögn úr öryggismyndavélum)]

 

Hvernig söfnum við upplýsingum?[1]

Við öflum
tengiliðaupplýsinga frá þér í gegnum skráningu á vef Yama heilsuræktar og í
gegnum appið Virtualgym.com/Yama. Um meðferð upplýsinga í appinu Virtualgym.com
vísast til skilmála þess, sjá hér:
https://support.virtuagym.com/s/terms-of-use?language=en_US&fbclid=IwAR3MMQPTnKx3kvQQoxfM8BoUE1DSIQKOwGtqFAaB_399CjePgpfPYFBp3tA.

Jafnframt höldum við utan um greiðsluupplýsingar
og útgefna reikninga sem eru nauðsynlegar vegna samningssambands okkar og til
að uppfylla skilyrði skatta- og bókhaldslaga.

[Við notkun þína á vefsvæði okkar söfnum við
vissum upplýsingum með notkun vafrakaka (e. cookies). og með sambærilegri
tækni.]

Tilgangur vinnslu okkar á persónuupplýsingum

Við vinnum eingöngu persónuupplýsingar þínar að
því marki sem lög heimila. Helstu tilvik eru eftirfarandi:

·        
Til að efna
samning okkar við þig um veitingu þjónustu á sviði líkamsræktar;

·        
Til að gæta
lögmætra hagsmuna Yama heilsuræktar;

·        
 [annað?]

Yama heilsurækt
notar hvorki persónuupplýsingar þínar í markaðsskyni né veitum við þriðja aðila
aðgang að þeim í slíkum tilgangi.

Við notum
upplýsingar þínar eingöngu í þeim tilgangi sem var ástæða söfnunar þeirra, nema
þörf sé á að nýta þær í öðrum tilgangi sem er samrýmanlegur upprunalegum
tilgangi. Ef við þurfum að vinna upplýsingar í ótengdum tilgangi munum við
upplýsa þig um þá vinnslu að því tilskildu að lög heimili.

Flutningar til annarra landa

[Við flytjum engar persónuupplýsinga til landa
utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES-svæðisins).
]

EÐA

[Yama heilsurækt notast við þjónustuveitendur sem
í
einhverjum[KBA2]  tilvikum kunna að vinna persónuupplýsingar þínar
utan EES-svæðisins. Í slíkum tilvikum ábyrgjumst við að flutningur gagna til
landa utan EES-svæðisins eigi sér aðeins stað í samræmi við ákvæði þar að
lútandi í gildandi persónuverndarlöggjöf.]

Öryggi persónuupplýsinga

Yama heilsurækt viðhefur viðeigandi
öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar þínar glatist,
breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að
upplýsingunum er auk þess takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til og sem
eru bundnir trúnaðarskuldbindingu.

Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á
persónuupplýsingar munum við tilkynna slíkt til Persónuverndar og eftir atvikum
til þín eftir því sem lög mæla fyrir um.

Hve lengi eru persónuupplýsingar geymdar?

Persónuupplýsingar geymum við aðeins svo lengi
sem nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Geymslutími slíkra
persónuupplýsinga fer eftir eðli upplýsinganna og þeim lagareglum sem gilda um
viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga, t.d. skatta- eða bókhaldslöggjafar. Í
einstaka tilvikum kann einnig að vera nauðsynlegt að geyma gögn vegna lögmætra
hagsmuna Yama heilsuræktar, t.d. vegna deilumála.

Réttur þinn

Í vissum tilvikum átt þú réttindi samkvæmt
persónuverndarlöggjöf í tengslum við vinnslu okkar á persónuupplýsingum. Ef þú
vilt neyta þessara réttinda biðjum við þig að hafa samband við okkur og við
munum leitast við að svara beiðni þinni eins fljótt og auðið
.

Við munum ekki nýta persónuupplýsingar þínar til að senda þér
markpóst eða SMS skilaboð nema þú hafir þegar veitt leyfi fyrir slíkum
sendingum.

Réttur til aðgangs: Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum um þig og að fá
afhent afrit upplýsinganna. Með þeim hætti getur þú fullvissað þig um að
upplýsingarnar séu réttar og að vinnsla okkar á þeim sé í samræmi við lög

Réttur til leiðréttingar: Ef einhverjar upplýsingar um þig eru rangar eða ónákvæmar átt þú almennt
rétt á að láta okkur leiðrétta þær.

Réttur til eyðingar: Í vissum
tilvikum getur þú átt rétt á að við eyðum persónuupplýsingum sem við geymum um
þig. Þetta á einkum við í þeim tilvikum þar sem upplýsingarnar eru ekki lengur
nauðsynlegar, ef þú hefur andmælt vinnslu upplýsinganna (sbr. hér að neðan), ef
vinnslan reynist ólögmæt, eða ef vinnslan byggði á samþykki sem þú hefur síðar
afturkallað.

Réttur til að andmæla vinnslu: Ef vinnsla okkar
byggir á lögmætum hagsmunum Yama heilsuræktar eða annarra, og þú telur að vegna
aðstæðna þinna brjóti vinnslan gegn grundvallarréttindum þínum, getur þú
andmælt vinnslunni.
Ef þú andmælir, hættum við vinnslunni nema við
getum bent á ríkari lögmæta hagsmuni af að halda henni áfram.

Réttur til að afturkalla samþykki: Í þeim tilvikum
þar sem við byggjum vinnslu á samþykki þínu er þér ávallt heimilt að afturkalla
slíkt samþykki. Afturköllun þýðir þó ekki að vinnsla sem fór fram áður en samþykki
var afturkallað sé ólögmæt.

Breytingar

Persónuverndaryfirlýsing þessi var samþykkt þann
[x.y.2021].

Persónuverndarstefna okkar er í stöðugri skoðun
og því kann þessari persónuverndaryfirlýsingu að verða breytt. Við munum birta
allar slíkar breytingar www.yama.is.

© 2019 Allur réttur áskilinn Yama Heilsurækt